Græjan sem grillararnir verða að eignast

Það er geggjað að grilla og marg­ir eru þegar bún­ir að draga fram grillið fyr­ir sum­arið. Ein er sú græja sem fæst­ir nota en mat­reiðslu­menn elska að nota. Við get­um kallað þetta hrein­ræktað kokk­at­rix en við erum að tala um sigti!

Sigti er sum­sé notað þegar grilla á smáa hluti sem geta ann­arf fallið á milli tein­an­anna. Eins er vinælt að nota sigti þegar grilla á sjáv­ar­rétti og annað þess­hátt­ar sem er viðkvæmt.

Mik­il­vægt er að vera með vír eða stál sigti sem bráðnar ekki eða kvikn­ar í.

Við fór­um á stúf­ana og rák­umst á fjölda góðra sigta í flest­um versl­un­um en best var þó sigtið frá Tam­is (fæst í Kokku) en hægt er að leggja það beint á grillið og það lof­ar ansi hreint góðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert