Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er oftast kölluð, er matgæðingur vikunnar. Jana er yfirkokkur og annar eigandi Happ veitingastaðarins og því margt til lista lagt er kemur að matargerð.
„Happ stendur fyrir „healthy and pure product“ og erum við mjög þekktur heilsu veitingarstaður hérna í Lúxemburg – þar sem reksturinn hefur gengið rosalega vel. Ég elska starfið mitt og hvað það er gefandi að heyra frásagnir frá ánægðum viðskiptavinum, það heldur manni gangandi“, segir Jana í samtali.
„Ég elska mest að gera skemmtileg salöt og það er svo frábært að búa hérna í mið evrópu og komast á bændamarkaði og kaupa alltaf árstíðarbundnin matvæli, sem ég legg mikið upp úr. Salat er ekki bara salat - það skiptir svo miklu máli hvernig þú skerð grænmetið og hvernig þú kryddar og matbýrð það. Einnig geta dressingar og toppings gert kraftavert”, bætir Jana við.
Fjölskyldan flytur heim og matreiðslunámskeið á döfinni
Jana er ekki bara heilsu kokkur, því hún er einnig jóga kennari og heilsumarkþjálfi frá IIN (New York), og tekur að sér að hjálpa konum sem vilja bæta heilsuna sína. Síðustu tíu ár hefur hún farið í óteljandi heimahús og vinnustaði til að kenna fólki hvernig hægt sé á auðveldan hátt að gera hollan og góðan mat fyrir alla í fjölskyldunni. En árið 2018 kom út matreiðslubók Happ þar sem Jana tók saman margar af vinsælustu uppskriftum sem hún hefur verið að elda á Happ síðan þau opnuðu.
„Okkur hjónunum og reyndar stelpunum okkar öllum finnst voðalega gaman að elda saman og fá góða vini í mat til okkar og eldhúsið okkar er sá staður sem við erum hvað mest í. Það eru annars mjög spennandi tímar framundan, þar sem við fjölskyldan höfum ákveðið að flytja aftur heim til Íslands eftir tæplega 15 ár hérna í þessu yndislega landi og erum ótrúlega spennt fyrir þessum næsta kafla - ég verð mjög líklega með heilsu matreiðslunámskeið og svo er ég að byrja að líta í kringum mig eftir einhverju spennandi verkefnum heima”, segir Jana að lokum.
Mánudagur:
Við reynum oftast að hafa fisk a manudögum og ég elska að toppa fiskinn með einhverju skemmtilegu og krönsí og hef oftast eitthver skemmtileg salöt með.
Þriðjudagur:
Ég elska allskonar litskrúðug salöt, og vil að þau séu vel samansett af hollri fitu, próteini og trefjun - því fleiri litir þvi betra.
Miðvikudagur:
Fimmtudagur:
Föstudagur:
Við erum með hefð fyrir því að hafa alltaf pítsur hjá okkur á föstudögum og geggjað að eiga pítsaofn svo að það se hægt að gera nóg af bökum. En við fáum við mjög oft einhverja til okkar til að njóta með okkur
Laugardagur:
Ég eska humar og hlakka mikið til að komat í góðan humar í sumar - þá verður þessi réttur pottþett hjá mér.
Sunnudagur: