Þetta verður þú að vita um álpappír

Álpappír er ómissandi í eldhúsið.
Álpappír er ómissandi í eldhúsið. mbl.is/Getty

Það er sumt sem við verðum bara að vita, þá sér í lagi er það snýr að blessaða álpappírinum – sem getur krullast upp og gert okkur tæpa á tauginni. Eða kannski er það full hart að segja, þó enga síður getur álpappírinn fært okkur þau verkefni að púlsinn fer að slá aðeins örar.

Það kannast allir við að hafa dregið út álpappírinn og hann rifnar til helminga, eða annar helmingurinn situr eftir á meðan hinn helmingurinn rúllast út og engin leið að ná klesstum pappírnum í sundur á rúllunni – nema þessi hér! Best er að rífa smá álpappír og krulla upp í lítinn „bolta”, sem þú notar til að rífa upp þá hlið sem situr föst utan á rúllunni sjálfri. Þetta svínvirkar og við mönum ykkur til að prófa næst er þetta vandamál bankar á dyrnar.

Mbl.is/TikTok
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka