Nýr og glæstur barstóll frá MENU

Nýr og smart barstóll frá MENU.
Nýr og smart barstóll frá MENU. Mbl.is/MENU

Enn ein stólanýjungin er mætt til leiks og að þessu sinni erum við að sjá glæstan barstól frá danska hönnunarfyrirtækinu MENU, sem heldur áfram að toppa sig þegar kemur að því að framleiða nýjungar fyrir heimilið.

Hér sjáum við nýjan barstól hannaðan af Studio Krøyer-Sætter-Lassen, sem hanna vörur fyrir hin ýmsu þekktu fyrirtæki víðsvegar um heiminn. Stóllinn er hluti af svokallaðri „Passage Collection“ og er einstaklega fágaður með léttu yfirbragði. Smíðin standa úr gegnheilli eik og FSC-vottuðum viði, sem setja stólinn á hærri stall en ella. Nettur stálhringur er fyrir fætur að hvíla en stólinn sjálfan má fá í viðarlit sem og dökk lakkaðan.

Mbl.is/MENU
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka