Leynitrix Tobbu Marínós við heimilisþrifin

Tobba Marínós á tandurhreinum Granólabarnum.
Tobba Marínós á tandurhreinum Granólabarnum.

Tobba Marínós lumar á mörgum trixum við heimilisþrifin og það kemur sjálfsagt engum á óvart enda er hún með afbrigðum úrræðagóð á flestum sviðum.

Hún deilir hér með okkur sínu uppáhalds trixi sem er Kraftsvampurinn frá Blindravinnustofunni.

Hér má sjá forláta blandarakönnu sem er orðin sex ára gömul að sögn Tobbu. Kannan er í mikilli notkun á Granólabarnum og verður skýjuð að innan eins og verða vill. Sé kannan skúbbuð með svampinum verður hún eins og glæný og Tobba lætur ekki þar við sitja heldur þrífur hún nánast allt með svampinum sem er, eins og áður segir, í algjöru uppáhaldi hjá henni.

Þar höfum við það.

Kannan er eins og ný!
Kannan er eins og ný!
Svona var kannan áður en hún var pússuð.
Svona var kannan áður en hún var pússuð.
Hér má sjá Kraftsvampinn góða.
Hér má sjá Kraftsvampinn góða.
Hér má sjá gríðarlegan mun þar sem Kraftsvampurinn hefur verið …
Hér má sjá gríðarlegan mun þar sem Kraftsvampurinn hefur verið notaður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert