Með matarást á Ragnari Péturssyni

Ólína Rögnudóttir hönnuður, kynnir nýja kertastjaka á Hönnunarmars sem hún …
Ólína Rögnudóttir hönnuður, kynnir nýja kertastjaka á Hönnunarmars sem hún hannaði fyrir Fólk Reykjavík. Mbl.is/Sunday and White Studio

Á Hönn­un­ar­Mars sem hefst í vik­unni hef­ur FÓLK Reykja­vík sölu á nýrri vöru­línu sem hönnuð er af Ólínu Rögnu­dótt­ir hönnuði. Sala á lín­unni hefst í sýn­ing­ar­rými FÓLKs á Hafn­ar­torgi, í Epal og í Kokku en um er að ræða fal­lega og marg­nota hluti úr steini sem fram­hald af vöru­lín­unni Li­ving Obj­ects sem slegið hef­ur í gegn á síðustu árum. Það er því vel við hæfi að fá Ólínu til að svara nokkr­um hraðasp­urn­ing­um fyr­ir okk­ur þessa vik­una.

Kaffi eða te: Kaffi

Hvað borðaðir þú síðast? Hafra­graut með fræj­um og berj­um.

Hin full­komna máltíð? Full­kom­in máltíð er frönsk lauksúpa með skessu­jurt.

Hvað borðar þú alls ekki? Há­karl

Avóka­dó á ristað brauð eða pönnu­kök­ur með sírópi? Avóka­dó á ristað brauð.

Súpa eða sal­at? Ég get ekki valið á milli, bæði upp­á­halds.

Upp­á­halds veit­ingastaður­inn? Mat­ar­boð hjá Ragn­ari Pét­ursyni vini mín­um og kokki – ég er með mat­ar­ást á hon­um.

Besta kaffi­húsið? Kakt­us á Vita­stíg – lág­stemmt og þægi­legt um­hverfi.

Salt eða sætt? Salt

Fisk­ur eða kjöt? Fisk­ur

Hvað set­ur þú á pítsuna þína? Hrá­skinku, kletta­sal­at, tóm­ata, döðlur og vel af par­mes­an.

Hvað er það skrýtn­asta sem þú hef­ur borðað? Hrossa­kássa

Mat­ur sem þú gæt­ir ekki lifað án? Græn­meti og ber.

Upp­á­halds drykk­ur? Vatn

Besta snarlið? Tam­ari möndl­ur.

Hvað kanntu best að elda? Súp­ur og mat­ar­mik­il salöt.

Hvenær eldaðir þú síðast fyr­ir ein­hvern? Ég elda á hverj­um degi fyr­ir mig og með fjöl­skyld­unni.

Upp­á­halds eld­húsáhaldið: Mat­vinnslu­vél­in mín – nota hana mikið í humm­us og súpu­gerð.

Besta upp­skrift­ar­bók­in: Ég nota mest net­síður eða mat­ar­blogg þegar ég leita eft­ir upp­skrift­um – Feasting at home er síða sem er í miklu upp­á­haldi.

Sak­bit­in sæla: Sviðasulta

Upp­á­halds ávöxt­ur: Avóka­dó

Besti skyndi­bit­inn: Djúp­steikt­ir bbq blóm­káls­bit­ar.

Ef þú feng­ir Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur í mat, hvað mynd­ir þú elda? Ég myndi bjóða frú Vig­dísi upp á smjör­steikt­an þorsk með flau­els­mjúkri kart­öflumús og smjörsósu.

Mbl.is/​Sunday and White Studio
Mbl.is/​Sunday and White Studio
Mbl.is/​Sunday and White Studio
Mbl.is/​Sunday and White Studio
Mbl.is/​Sunday and White Studio
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert