Ómótstæðileg vefja að hætti Önnu Mörtu

Ljósmynd/Colourbox

Líkamsræktar- og matarþjálfarinn hún Anna Marta býður okkur upp á þessa ómótstæðilegu vefju með buffi. Hún segir máltíðina fulla af próteinum, trefjum, fitu og kolvetnum.

Ómótstæðileg vefja að hætti Önnu Mörtu

  • Liba original-pítsabotn (finnst í frysti deildum flestra verslana)
  • 2-3 msk. döðlumauk ANNAMARTA
  • 2-3 msk  grísk jógúrt
  • 5 stk Finn Crisp flögur
  • Lúka af salatblöndu
  • 4-6 litlir cherry tómatar
  • 1/2 rauð paprika
  • 1-2 msk. pestó ANNAMARTA
  • 1 stk buff frá Ellu Stínu (fæst í Hagkaup)

Aðferð:

  1. Bakið buffið í ofni í 10 mínútur á 200 gráðum.
  2. Blandið saman grískri jógúrt og döðlumauki og smyrjið á pítsabotninn.
  3. Setjið næst pestó, papriku, buff og salat ofan á. Myljið Finn Crisp yfir og toppið með meira pestó.
  4. Rúllað upp eins og vefju og berið fram.
Anna Marta er líkamsræktar- og matarþjálfari og býður okkur upp …
Anna Marta er líkamsræktar- og matarþjálfari og býður okkur upp á gúrme vefju að þessu sinni. Mbl.is/Mynd aðsend
Mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka