Ómótstæðileg vefja að hætti Önnu Mörtu

Ljósmynd/Colourbox

Lík­ams­rækt­ar- og mat­arþjálf­ar­inn hún Anna Marta býður okk­ur upp á þessa ómót­stæðilegu vefju með buffi. Hún seg­ir máltíðina fulla af prótein­um, trefj­um, fitu og kol­vetn­um.

Ómótstæðileg vefja að hætti Önnu Mörtu

Vista Prenta

Ómót­stæðileg vefja að hætti Önnu Mörtu

  • Liba orig­inal-pítsa­botn (finnst í frysti deild­um flestra versl­ana)
  • 2-3 msk. döðlumauk ANNA­MARTA
  • 2-3 msk  grísk jóg­úrt
  • 5 stk Finn Crisp flög­ur
  • Lúka af sal­at­blöndu
  • 4-6 litl­ir cherry tóm­at­ar
  • 1/​2 rauð paprika
  • 1-2 msk. pestó ANNA­MARTA
  • 1 stk buff frá Ellu Stínu (fæst í Hag­kaup)

Aðferð:

  1. Bakið buffið í ofni í 10 mín­út­ur á 200 gráðum.
  2. Blandið sam­an grískri jóg­úrt og döðlumauki og smyrjið á pítsa­botn­inn.
  3. Setjið næst pestó, papriku, buff og sal­at ofan á. Myljið Finn Crisp yfir og toppið með meira pestó.
  4. Rúllað upp eins og vefju og berið fram.
Anna Marta er líkamsræktar- og matarþjálfari og býður okkur upp …
Anna Marta er lík­ams­rækt­ar- og mat­arþjálf­ari og býður okk­ur upp á gúrme vefju að þessu sinni. Mbl.is/​Mynd aðsend
Mbl.is/​Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert