Líkamsræktar- og matarþjálfarinn hún Anna Marta býður okkur upp á þessa ómótstæðilegu vefju með buffi. Hún segir máltíðina fulla af próteinum, trefjum, fitu og kolvetnum.
Ómótstæðileg vefja að hætti Önnu Mörtu
- Liba original-pítsabotn (finnst í frysti deildum flestra verslana)
- 2-3 msk. döðlumauk ANNAMARTA
- 2-3 msk grísk jógúrt
- 5 stk Finn Crisp flögur
- Lúka af salatblöndu
- 4-6 litlir cherry tómatar
- 1/2 rauð paprika
- 1-2 msk. pestó ANNAMARTA
- 1 stk buff frá Ellu Stínu (fæst í Hagkaup)
Aðferð:
- Bakið buffið í ofni í 10 mínútur á 200 gráðum.
- Blandið saman grískri jógúrt og döðlumauki og smyrjið á pítsabotninn.
- Setjið næst pestó, papriku, buff og salat ofan á. Myljið Finn Crisp yfir og toppið með meira pestó.
- Rúllað upp eins og vefju og berið fram.
Anna Marta er líkamsræktar- og matarþjálfari og býður okkur upp á gúrme vefju að þessu sinni.
Mbl.is/Mynd aðsend