Þrjú atriði sem bæta forstofuna

Gott skipulag í forstofunni getur skipt máli.
Gott skipulag í forstofunni getur skipt máli. Mbl.is/String Furniture

For­stof­an er fyrsta rýmið sem við kom­um inn í og jafn­framt það rými sem þarf að rúma marga hluti á litlu plássi. Hér eru þrjú atriði sem geta létt á for­stof­unni með góðu skipu­lagi.

  • Bekk­ir í for­stofu geta komið að góðum not­um, þá ekki bara til að tylla sér á, held­ur líka ef þeir eru með geymsluplássi und­ir sem rúma allskyns úti­föt sem þurfa að vera aðgengi­leg.
  • Mesta „traffík­in“ á heim­il­inu er inn og út um and­dyrið. Hér er því gott að velja vandaða hluti – eins og t.d. gæðal­ega mottu sem tek­ur all­an skít og óhrein­indi og auðvelt er að þvo.
  • Sjáðu til þess að skipu­lagið sé upp á tíu (eða svo gott sem). Með því að finna hvers­dags­leg­um hlut­um fast­an stað í and­dyr­inu, eins og lykl­um og öðru smá­dóti. Það gæti verið tafla upp á vegg með hengi eða lít­il vegg­hilla sem rúm­ar hlut­ina.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert