Bollanúðlur í samstarf við förðunarfyrirtæki

„HipDot x Cup Noodles“ - er nýtt samstarf.
„HipDot x Cup Noodles“ - er nýtt samstarf. mbl.is/HipDot

Bollanúðlurn­ar Cup Nood­les, þykja með það fal­lega litap­all­ettu í vörumerk­inu sínu að snyrti­vöru­fyr­ir­tæki hef­ur beðið um sam­starf.

Hafi þig ein­hvern tím­ann dreymt um að sjá liti Cup Nood­les á augn­lok­un­um, þá ertu ekki ein/​n á báti – því snyrti­vöru­fram­leiðand­inn Hip­Dot frá Los Ang­eles, hef­ur beðið um sam­starf og sett vör­ur á markað und­ir þess­um for­merkj­um. Cup Nood­les fögnuðu ný­verið 50 ára af­mæli og nú sam­starfi er kall­ast „Hip­Dot x Cup Nood­les“. Litap­all­ett­an er inn­blás­in af sterk­um og líf­leg­um tón­um sem finn­ast í upp­á­halds núðlusúp­unni þeirra, þar sem átta mat­artengd krydd bera nöfn lit­anna. Eins er hægt að kaupa snyrti­buddu, kinna­liti og fleira, til að full­komna heild­ar­út­litið. Og fyr­ir áhuga­sama, þá má skoða nán­ar HÉR.

mbl.is/​Hip­Dot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert