Hér er nútímaleg uppskrift að sangríu þar sem rauðvíni hefur verið skipt út fyrir rósavín. Ferskir sítrusávextir og ísmolar toppa svo drykkinn sem mun slá í gegn þar sem hann lendir.
Lekker sangría með rósavíni
- 1 sítróna
- 1 lime
- 200 g jarðarber
- Ísmolar
- 1 flaska af þurru rósavíni
- 2 dl rauður vermútur
- 5 dl sódavatn með sítrónu
- Rósablöð (má sleppa)
Aðferð:
- Skerið lime, sítrónu og jarðarber í sneiðar.
- Fylltu könnu eða skál með muldum ís, sítrusávöxtum og jarðarberjum.
- Bætið við rósavíni, vermút og sódavatni og smakkið til ef þarf.
- Berið strax fram og skreytið með rósarblöðum ef vill.
Uppskrift: Alt.dk