Lekker sangría með rósavíni

Sangría með tvisti!
Sangría með tvisti! Mbl.is/Alt.dk

Hér er nútímaleg uppskrift að sangríu þar sem rauðvíni hefur verið skipt út fyrir rósavín. Ferskir sítrusávextir og ísmolar toppa svo drykkinn sem mun slá í gegn þar sem hann lendir.

Lekker sangría með rósavíni

  • 1 sítróna
  • 1 lime
  • 200 g jarðarber
  • Ísmolar
  • 1 flaska af þurru rósavíni
  • 2 dl rauður vermútur
  • 5 dl sódavatn með sítrónu
  • Rósablöð (má sleppa)

Aðferð:

  1. Skerið lime, sítrónu og jarðarber í sneiðar.
  2. Fylltu könnu eða skál með muldum ís, sítrusávöxtum og jarðarberjum.
  3. Bætið við rósavíni, vermút og sódavatni og smakkið til ef þarf.
  4. Berið strax fram og skreytið með rósarblöðum ef vill.

Uppskrift: Alt.dk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka