Staðirnir sem flestir gleyma að þrífa í svefnherberginu

Þessi kona er bókað með þrifin upp á tíu í …
Þessi kona er bókað með þrifin upp á tíu í svefnherberginu. mbl.is/

Það er alls ekki góð tilhugsun að sofa innan um ryk og óhreinindi – en þetta eru staðirnir sem oftast gleymast að þrífa í svefnherberginu.

Við viljum helst festa svefn og vakna í hreinu umhverfi. Við setjum hrein sængurver á rúmið og loftum út – ryksugum og skúrum gólfið. En þeir staðir sem oftast gleymist að þrífa, er meðal annars að ryksuga ofan á gólflistunum í herberginu, og eins ryksuga ofan á rúmgaflinum - en þar geta rykhnoðrar falið sig án þess að við tökum eftir þeim. Það ætti ekki að vera mikið mál að bæta þessu á listann næst er við rennum með ryksugunni yfir herbergið og eiga unaðsgóðan nætursvefn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka