Saltfiskpanna með tómötum, capers og ólífum

Ljósmynd/Albert Eiríksson

Albert Eiríksson býður hér upp á dýrindis fiskrétt sem er eiginlega nauðsynlegt að prófa enda saltfiskur einn sá albesti fiskur sem hægt er að fá.

„Einfaldur fiskréttur á pönnu sem er tilbúinn á borðið á innan við hálftíma er alltaf góð hugmynd. Hér er klassísk Provençal-saltfiskuppskrift í sterkri tómatsósu með kapers og ólífum. Fljótlegur, einfaldur og hollur réttur – allt á einni pönnu sem er ótrúlega bragðgóður réttur með saltfiskinum góða frá Elvari í Ektafiski,“ segir Albert um þennan dásamlega rétt sem á alltaf vel við; bæði hversdags og spari.

Saltfiskpanna með tómötum, capers og ólífum

  • 800 g útvatnaður saltfiskur
  • 2 msk. ólífuolía
  • 2 hvítlauksrif söxuð
  • 1 laukur, saxaður
  • 3-4 stórir tómatar, skornir í bita
  • 2 dl steinselja
  • 2 tsk. timían
  • pipar
  • 20 svartar ólífur
  • 2 msk. kapers
  • 1/2 sítróna

Aðferð:

  1. Steikið lauk í olíunni á pönnu. Bætið við hvítlauk.
  2. Látið tómata, steinselju og pipar og sjóðið í nokkrar mínútur.
  3. Bætið þá við ólífum og kapers
  4. Skerið saltfiskinn í bita og raðið á sósuna, lokið og sjóðið þar til fiskurinn er soðinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka