IKEA kjötbolla lendir á kleinuhring

Einstaklega girnilegt, eða hvað?
Einstaklega girnilegt, eða hvað? mbl.is/Travel Butler County Ohio

Í til­efni að alþjóðlega kleinu­hringja­deg­in­um þann 3. júní mun sænsk ættaður kjöt­bollu kleinu­hring­ur líta dags­ins ljós.

Það er kleinu­hringja­sal­inn Butler County í Ohio sem hef­ur í sam­starfi við IKEA farið óhefðbundn­ar leiðir í sæta­brauði. Útkom­an er IKEA-inn­blás­inn kleinu­hring­ur með létt­um og dún­kennd­um botni, berjasósu og gljáa, og toppaður með Ikea kjöt­bollu. En þess­ir kleinu­hring­ir verða ein­göngu fá­an­leg­ir í IKEA í West Chester, og þá án end­ur­gjalds á meðan birgðir end­ast. Ann­ars­kon­ar kleinu­hring­ir verða einnig á boðstóln­um, þá með steikt­um rjóma­osti, jalapenjó, hind­berja, meða ban­ana­búðing og margt fleira. Því til­valið að gæða sér á ný­stár­leg­um kleinu­hring og kaupa sófa í leiðinni. Væri gam­an ef við sjá­um ís­lensk­ar versl­an­ir taka upp þenn­an alþjóðlega dag og bjóða lands­mönn­um upp á óvænt­ar krás­ir í næstu versl­un­ar­ferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka