Veislubakkarnir sem eru að gera allt vitlaust

Við heyr­um ótru­lega vel látið af veislu­bökk­um sem eru að gera allt vit­laust og eft­ir að hafa sann­reynt, þá tök­um við í sama streng.

Veislu­höld og ann­ars­kon­ar viðburðir eru kom­in á blúss­andi skrið, og það ekki að ástæðulausu því við höf­um legið nógu lengi í dvala síðustu tvö árin. Veislu­bakk­arn­ir frá KORE hafa verið vin­sæl­ir í mann­fögnuðum víða um borg­ina, enda bragðmikl­ir gúr­mei bit­ar á ein­um bakka. 

Veit­ingastaður­inn hef­ur stimplað sig ræki­lega inn í mat­ar­hjörtu lands­manna með góðu hrá­efni og út­færsl­um á mat und­ir kór­esk­um áhrif­um. Valið á veislu­bökk­un­um stend­ur á milli margra rétta, t.d. mini taco með kjúk­lingi, nauti, spæsí svín­asíðu eða stökku blóm­káli – nú eða blóm­kálsvæng­ir, kjúk­linga­væng­ir, kjúk­linga­lund­ir, ýmis spjót, dumplings og margt fleira girni­legt. Hægt er að skoða nán­ar og panta á síðunni þeirra HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert