Flottustu flokkkunarpokar landsins

Flokkunarpokar sem fegra heimilið.
Flokkunarpokar sem fegra heimilið. mbl.is/Uashmama

Við flokkum pappa og flöskur eins og enginn sé morgundagurinn - enda engin ástæða til annars. Við rákumst á þessar einstaklega smart flokkunarpoka sem henta fullkomlega í verkið og gaman er að hafa uppi við. 

Pokarnir sem um ræðir eru ekki bara fallegir ásjónu, heldur eru þeir líka gerðir úr endurunnum pappír - en framleiðandinn Uashmama hefur getið sér gott orð fyrir sjálfbærni í framleiðslu á vörum, þá ekki eingöngu á umræddum pokum heldur líka á öðrum vörum. Það besta við pokana er þó að það má þvo þá og á þeim eru handföng sem auðvelda allan burð með þungan pappa eða flöskur. Pokarnir fást í ýmsum litum og stærðum og einnig í annars konar útgáfu sem þvottakarfa eða undir annan nauðsynlegan óþarfa. Pokana má skoða nánar hjá Kokku og Vogue fyrir heimilið.

mbl.is/Uashmama
mbl.is/Uashmama
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert