Við leggjum ekki meira á ykkur en þetta hér, stórsnjöll aðferð til að þrífa hvíta strigaskó fyrir sumarið.
Flest okkar eigum hvíta strigaskó inn í skáp sem eru ekki í notkun en þeir eiga fullt inni ennþá – það þarf bara að þrífa þá. Til þess að ná þeim skjannahvítum á ný drögum við fram eitt af snyrtivörunum sem liggja inn á baðherbergi, eða tannkrem sem gerir gerir tennurnar okkar hreinar og fínar og líka skóna okkar. Þú setur einfaldlega tannkrem á tannbursta og burstar létt yfir skóna - og þurrkar síðan yfir með rökum klút. Við mælum þó með að nota hvítt tannkrem, sem og tannbursta sem er ekki lengur í notkun – annað væri frekar sóðalegt.