Hér er enn einn staðurinn sem margir gleyma að þrífa, enda ekki svo auðvelt að komast að með tuskuna.
Við erum að tala um rifuna sem er í kringum helluborðið, en hún myndast þar sem helluborðið liggur á borðplötunni sjálfri (ef helluborðið er ekki niðurfellt í borðplötuna). Mikið af brauðmylsnu og öðru á það til að skjótast þarna á milli og alveg ómögulegt að komast að með tuskuna. En til þess að þrífa þarna á milli er gott að taka tannstöngul og leggja eldhúspappír yfir eða þunnan klút, og þurrka allan óþarfa skít í burtu.