Svona vill drottningin hafa samlokurnar sínar

Elísabet Englandsdrottning er mikill sælkeri.
Elísabet Englandsdrottning er mikill sælkeri. AFP

Hér deil­um við með ykk­ur hernaðarleynd­ar­máli sem breska kon­ungs­fjöl­skyld­an not­ar óspart á sam­lok­ur og við vilj­um að sjálf­sögðu gera eins.

Sjón­varps­kon­an og fyrr­um Bond stúlk­an, Jenny Hanley, hef­ur eytt tölu­verðum tíma með meðlim­um kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar og sagði ný­verið í viðtali frá hrá­efni sem fjöl­skyld­an elsk­ar á sam­lok­una sína. Til þess að út­búa slíka sam­loku þarftu gott brauð sem þú smyrð með rjóma­osti og legg­ur gúrkusneiðar þar ofan á. En rús­ín­an í pylsu­end­an­um er mynta! Það er mynt­an sem drottn­ing­in og rest­in af slot­inu elsk­ar á sam­lok­urn­ar sín­ar – sem þurfa einnig að vera skorn­ar í litla þrí­hyrn­inga.

Jenny sagði jafn­framt að eft­ir að hafa setið úti á gras­inu fyr­ir aft­an Buck­ing­ham-höll í glamp­andi sól, þá rann það upp fyr­ir henni að hún væri að gera það gott.

Mbl.is/​Getty Ima­ges/​iStockp­hoto
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert