Hér bjóðum við ykkur upp á húsráð sem hefur verið lengi ráðið ríkjum og gerir enn – enda hin eina sanna leið til að þrífa ofninn eða örbylgjuofninn.
Það er bæði leiðinlegt og stundum ómögulegt að þrífa bakaraofninn, en það þarf í raun ekki að vera svo slæmt ef þú ert með réttu aðferðina til þess.
Þú þarft:
- Brúnsápu
- Hanska
- Klút
- Vatn
- Uppþvottalög
- Settu á þig hanska og smyrðu lagi af brúnsápunni á ofnhliðarnar að einnanverðu.
- Sértu með óhreinar og brenndar ofnplötur, þá geta þær líka fengið skrúbb með brúnu sápunni.
- Setjið ofninn í 100 gráður.
- Slökktu um leið og sápan byrjar að freyða og láttu ofninn kólna.
- Þegar ofninn er nógu kaldur skaltu þvo sápuna af með vatni.
- Leggið klút yfir glerrúðuna með uppþvottalögi og látið liggja á í 30 mínútur.
- Þurrkaðu glerið með rökum klút þegar óhreinindin hafa losnað frá.
- Tips: Þú þarft ekki að nota mikla sápu í verkið - þunnt lag er nóg. Bara að þú náir að setja yfir öll óhreinindin.