Granólaskálar sem toppa helgarmorgunverðinn

Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Þess­ar sniðugu og fal­legu granóla­skál­ar eru full­komn­ar fyr­ir helgarmorg­un­verðinn og bröns­inn en þær eru allt í senn, fal­leg­ar, holl­ar og dá­sam­lega góðar. Sniðugt er að út­búa skál­arn­ar með smá fyr­ir­vara og þá er bara skella smá grískri jóg­úrt með súkkulaðif­lög­um ofan í, skreyta og bera fram.

Það er eng­in önn­ur en Guðrún Ýr Eðvalds­dótt­ir á Döðlum & smjöri sem á heiður­inn af þess­ari snilld.

Granólaskálar sem toppa helgarmorgunverðinn

Vista Prenta

Granóla­skál­ar með grískri jóg­úrt
-Ein­föld upp­skrift dug­ar í um 12 stk.

  • 4 dl hafr­ar
  • 1 dl kó­kos­mjöl
  • ½ dl muld­ar hesli­hnet­ur
  • 1 dl kó­kosol­ía
  • ½ dl hlyns­íróp
  • smá salt
  • 2 dós­ir af grískri jóg­úrt með súkkulaðispæn­um
  • hnetu­smjör
  • blá­ber

Aðferð:

  1. Stillið ofn­inn á 150°C. Setjið öll þur­refn­in sam­an í skál, bræðið kó­kosol­í­una og blandið sam­an við ásamt hlyns­íróp­inu og ekki gleyma smá salti.
  2. Takið muff­ins­form, t.d. síli­kon­form, sem rúm­ar 12 kök­ur. Setjið 1½- 2 msk. í hvert form og þrýstið niður og meðfram hliðum svo það mynd­ist skál.
  3. Bakið í ofni í 15 mín og leyfið að kólna.
  4. Hrærið aðeins í grísku jóg­úrt­inni og setjið eina vel kúfaða msk. ofan í hverja skál.
  5. Hellið smá hnetu­smjöri yfir og skerið blá­ber til að skreyta.
  6. Geymið í kæli þar til skál­arn­ar eru born­ar fram.
Ljós­mynd/​Guðrún Ýr Eðvalds­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert