Stjakinn sem fær hænu til að roðna

Kertastjaki með hvorki meira né minna en 11 eggjum.
Kertastjaki með hvorki meira né minna en 11 eggjum. mbl.is/Gohar

Það er óhætt að segja að in­ter­netið sé yf­ir­fullt af alls kyns eld­hús­græj­um og fylgi­hlut­um og þetta er eitt af því.

Hér er for­láta skúlp­túr eða kerta­stjaki sem lík­ist ljósakrónu og kall­ast Egg Chand­elier, hönnuð af systr­un­um Laila og Nadia Goh­ar - en þær fengu inn­blást­ur út frá girðingu sem þær muna eft­ir á æsku­heim­ili þeirra. Stjak­inn sem kost­ar um 38 þúsund krón­ur er gædd­ur eggja­laga kert­um, eða heil­um 11 stykkj­um. Það er al­veg óhætt að segja að stjak­inn varpi húm­or í rýmið og er alls ekki fyrsta óvenju­lega var­an sem þær kynna til leiks - því þær eru einnig með kerti eins og pepp­eróni, bagu­ette tösku­poka og háls­men í lag­inu sem kjúk­linga­leggi. 

Þó að vör­urn­ar líti út fyr­ir að vera full­ar af glettni, þá taka þær syst­ur fram­leiðslu­ferl­inu al­var­lega og fá efnið sitt frá hand­verks­fólki um all­an heim - eins nota þær hefðbundn­ar aðferðir til að búa til vefnaðar­vör­ur, glervör­ur og kert­in. Sum­ar af vör­un­um eru jafn­vel hand­gerðar af fjöl­skyldumeðlim­um og má skoða nán­ar HÉR

mbl.is/​Goh­ar
mbl.is/​Goh­ar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka