Matvæli sem eiga ekki heima í kæli

Það eru matvæli sem geymast betur á eldhúsbekknum en í …
Það eru matvæli sem geymast betur á eldhúsbekknum en í kæli. mbl.is/

Geymir þú tómatana þína í kæli eða á eldhúsborðinu, og hvað með hvítlauk og olíu? Það eru skiptar skoðanir hvað má og hvað ekki - en hér eru matvæli sem eiga ekki heima í ísskáp. 

Brauð
Brauð á ekki heima í kæli, því brauðið þornar þar frekar en annað. 

Avókadó
Fullþroskað avókadó bragðast frábærlega í salat, en ef þú geymir það í ísskáp - þá hægir á þroskunarferlinu. 

Laukur
Við geymum laukinn oftast í grænmetisskúffunni, en það er ekki endilega besta lausnin. Því hitastigið neðst í ísskápnum veldur því að laukurinn verður of mjúkur. Best er að geyma lauka á köldum en þurrum stað til að viðhalda gæðunum. 

Tómatar
Það hægist á þroska tómata í kæli, rétt eins og avókadóinn. Geymið þá frekar við stofuhita á eldhúsborðinu. 

Ólífuolía
Ólífuolía á alltaf að vera geymd á þurrum og dimmum stað. Í ísskáp verður olían svo til „hörð", og það viljum við alls ekki. 

Kartöflur
Það er löngu vitað að kartöflur eiga ekki heima í kæli. Best er að geyma þær í pappapoka á svölum stað, en þó ekki í kæli. Þá ná þær að anda og byrja síður að spíra. 

Hvítlaukur
Hefur þú tekið eftir því að hvítlaukurinn byrjar að spíra ef þú geymir hann inn í ísskáp? Þess vegna skaltu geyma hann á álíka stað og kartöflurnar til að hann byrji ekki að mygla. 

Hunang
Það er engin ástæða til þess að geyma hunang inn í ísskáp. Hunang á miklu frekar heima í dimmum eldhússkápnum ef þú vilt að það endist lengur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert