Fann kónguló í nammipoka

Kónguló er alls ekki það sem við viljum finna í …
Kónguló er alls ekki það sem við viljum finna í nammimola. Mbl.is/North News And Pictures

Það er ekki alltaf tekið út með sæld­inni að leggja sér sæl­gæti til munns eins og þessi stelpa lenti í nú á dög­un­um, er hún fann kóngu­ló í nammi­mol­an­um.

Jasmine Reed er 11 ára göm­ul frá Darlingt­on í Bretlandi. Hún keypti sér sæl­gæt­is­poka af teg­und­inni „Rowntree Random“, sem gaf meira en bara syk­ur und­ir tönn. Hún hafði ekki lyst á að narta í meira úr pok­an­um, en for­eldr­ar henn­ar höfðu rak­leiðis sam­band við Ne­slé sem fram­leiðir sæl­gætið. Talsmaður Nestlé hef­ur gefið út yf­ir­lýs­ingu um málið og harm­ar þenn­an fund. Þeir segja að heilsa og ör­yggi neyt­enda sé alltaf í for­gangi hjá Nestlé – en þeir hafa fengið nammi­pok­ann og kóngu­lóna í sín­ar hend­ur og munu rann­saka málið nán­ar.

Mbl.is/​North News And Pict­ur­es
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert