Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að leggja sér sælgæti til munns eins og þessi stelpa lenti í nú á dögunum, er hún fann kónguló í nammimolanum.
Jasmine Reed er 11 ára gömul frá Darlington í Bretlandi. Hún keypti sér sælgætispoka af tegundinni „Rowntree Random“, sem gaf meira en bara sykur undir tönn. Hún hafði ekki lyst á að narta í meira úr pokanum, en foreldrar hennar höfðu rakleiðis samband við Neslé sem framleiðir sælgætið. Talsmaður Nestlé hefur gefið út yfirlýsingu um málið og harmar þennan fund. Þeir segja að heilsa og öryggi neytenda sé alltaf í forgangi hjá Nestlé – en þeir hafa fengið nammipokann og kóngulóna í sínar hendur og munu rannsaka málið nánar.