TikTok grínið sem 3,5 milljónir manna horfðu á

Hér er kvöldmatnum slengt á borðið í orðsins fyllstu merkingu.
Hér er kvöldmatnum slengt á borðið í orðsins fyllstu merkingu. Mbl.is/TikTok@Holm sweet Holm

Það er fátt skemmtilegra en myndbönd á samfélagsmiðlum sem ná óvart heimsfrægð. Þó nokkur fræg dæmi eru um slíkt en sú sem gerði þetta myndband hér er frekar skemmtileg þriggja drengja móðir á sveitabæ í Bretlandi.

Framleiðir hún myndbönd í gríð og erg þar sem hún gerir grín að hversdagslegum uppákomum sem tengjast búskap og börnum.

Svo gerði hún myndbandið hér að neðan og fékk alla til að taka þátt í gríninu. Ekki grunaði hana að myndbandið fengi heimsathygli og að yfir 3,5 milljónir manna væru búnir að horfa á það.

Hún hefur þó gert annað myndband þar sem hún tekur fram að borðið hafi ekki skemmst við gerð myndbandsins svo að áhugasamir geta varpað öndinni léttar.

En skemmtileg er hún og aðferðin sjálf... frekar fyndin og snargalin.

Samkvæmt samfélagsmiðlinum TikTok, þá er „sóðalegur kvöldmatur“ það allra nýjasta. Og allt sem til þarf er hreint borð – engir diskar, en hnífapör eru leyfileg. Þú einfaldlega slengir kvöldmatnum beint á borðið og fjölskyldan borðar beint þaðan af – og sumir leggja plastdúk eða jafnvel álpappír til að minnka sóðaskapinn. Samkvæmt athugasemdum, þá reka eiginmennirnir oftast upp stór augu á meðan krakkarnir elska þetta fyrirkomulag. Við hér á matarvefnum er þó alveg á báðum áttum hvort þetta nýja trend sé komið til að vera.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert