Trixið sem toppar kokteilinn

Svalandi gin drykkur með ferskum brómberjum. Hér væri snjallt að …
Svalandi gin drykkur með ferskum brómberjum. Hér væri snjallt að nota frosin brómber. mbl.is/Getty Images

Við ef­umst ekki um að það séu marg­ir kokteil­ar sem eru hrisst­ir sam­an þetta sum­arið – enda sól á lofti og gleði í mann­skapn­um. Hér er ein aðferð sem hægt er að fara eft­ir til að full­komna kokteil­inn.

Það jafn­ast fátt á við vel kæld­an kokteil og til þess að gera hann enn meira grand en í raun er – þá þarftu réttu klak­ana í verkið. Hér erum við að mæla með að setja ólív­ur í klaka­box, fylla upp með vatni og setja í frysti. Þá áttu alltaf réttu klak­ana til að upp­færa drykk­inn eins og á fín­asta kokteil­b­ar.

Það er einnig snjallt að eiga fros­in ber og þegar hrist­ir eru þannig kokteil­ar þjóna ber­in tvö­földu hlut­verki; bæði skraut og klak­ar.

Ólívur eru fullkomnar út í kokteilinn þinn.
Ólív­ur eru full­komn­ar út í kokteil­inn þinn. mbl.is/​Getty
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert