Það er erfitt að standast góðar kökur, og hvað þá krásir sem óma af sumri og sól í einum bita. Hér er marengskaka með rabarbararjóma og ferskum berjum.
Ómótstæðilegur marengs með rabarbararjóma
Botn:
- 4 1/2 eggjahvíta
- 200 g sykur
- 200 g möndlur, saxaðar
Rabarbararjómi
- 300 g rabarbari
- 160 g strásykur
- 1 msk. kartöflumjöl
- 1 vanillustöng
- 1/2 l rjómi
Skraut
- 500 g blönduð ber, t.d. bláber, hindber, jarðaber
Aðferð:
- Hitið ofninn á 175°C.
- Pískið eggjahvíturnar og sykur þar til alveg stíft.
- Veltið möndlunum saman við eggjahvíturnar.
- Setjið deigið í hringlaga form (26-28 cm), klædd bökunarpappír.
- Bakið í 20-25 mínútur og látið kólna.
- Skerið rabarbarann í 2 cm bita og dreifið þeim í ofnfast mót klætt bökunarpappír.
- Dreifið sykri, kartöflumjöli og vanillukornum yfir. Leggið vanillubelginn með (hann gefur gott bragð), og bakið rabarbarann í 20 mínútur. Látið kólna, takið vanillustöngina frá og hrærið rabarbarann að mauki.
- Pískið rjómann og blandið rabarbaranum saman við. Smyrjið rjómanum á möndlubotninn og skreytið með ferskum berjum
Rabarbari er æðislegur í hina ýmsu rétti og kökur.
mbl.is/Getty Images