Mjólkin sem kaffibarþjónar mæla með

Kaffi er ekki bara kaffi samkvæmt kaffibarþjónum þarna úti.
Kaffi er ekki bara kaffi samkvæmt kaffibarþjónum þarna úti. mbl.is/Getty Images

Mjólk er ekki bara mjólk er við not­um hana út í kaffið. En sam­kvæmt kaffiþjón­um þarna úti, þá freyðir mjólk ekki alltaf eins er hún lendi í kaffi­boll­an­um.

Hafra-, soja-, kó­kos-, hnetu- eða klass­ísk mjólk eru all­ar góðar út af fyr­ir sig, en þó ekki alltaf fyr­ir kaffið okk­ar sem keyr­ir dag­inn svo vel í gang. Ses­am­mjólk breyt­ist til að mynda í hálf­gerðan „poll“ á meðan létt­mjólk  gef­ur litla froðu. En sam­kvæmt kaffi­b­arþjón­um, þá er hægt að freyða alla mjólk að ein­hverju leyti – en tveir mik­il­væg­ir þætt­ir fyr­ir gufu og froðumynd­un eru prótein og fita. Prótein hjálp­ar til við að byggja upp froðuna og fit­an dreif­ir bragðinu.

Það eru ekki endi­lega til góðir eða slæm­ir kost­ir þegar kem­ur að því að búa til gott kaffi heima. Bragð get­ur verið afar per­sónu­legt. Hér eru þó nokkr­ir punkt­ar varðandi freyðandi mjólk út í kaffið.

  • Nýmjólk þykir sú auðveld­asta til að freyða, hún inni­held­ur hvorki of mikla né of litla fitu sem gef­ur þetta frá­bæra bragð og áferð sem þykir vin­sælt á kaffi­hús­um.
  • Létt­mjólk er hægt að láta freyða, þó að megnið af fit­unni sé ekki að finna í afurðinni. Hún bragðast þó ekki eins og nýmjólk­in eða rjómi ef því er að skipta.
  • Haframjólk er ljúf­feng og nátt­úru­lega sæt á bragðið og full­kom­in út í kaffi latte.
  • Möndl­umjólk fær þessa sömu áferð og nýmjólk­in gef­ur okk­ur, en enga síður bragðgóð með bolla af espresso. Það get­ur þó reynst erfitt að freyða hana.
  • Cashew mjólk eða meiri­hluti hnet­umjólk­ar, hef­ur hærra fitu­inni­hald og þarf þar að leiðandi færri auka­efni til að hald­ast stöðug, bæði við og eft­ir guf­un. Fitu­inni­hald mjólk­inn­ar hjálp­ar ekki bara við að ná betri áferð, held­ur eyk­ur það líka kaffi­bragðið til muna.
  • Kó­kos­mjólk er há í sykri, fitu og lá í próteini sem ger­ir það að verk­um að aðeins erfiðara er að ná góðum tök­um fyr­ir góða froðu. Hér ber alltaf að velja mjólk í fern­um frem­ur en úr dós, því hún er þynnt með vatni sem hent­ar illa í þessu til­viki.
  • Sojamjólk er ekki besti kost­ur­inn fyr­ir froðumynd­un – hún fell­ur strax niður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert