Naglalakk sem ilmar eins og ostur

Nýtt naglalakk sem ilmar af osti.
Nýtt naglalakk sem ilmar af osti. mbl.is/Velveeta X Nails.INC

Osta­kennt naglalakk er ekki það sem við bjugg­umst við að sjá þetta árið – eða hvað?

Snakk­fram­leiðand­inn Vel­veeta og naglalakka­fyr­ir­tækið Nails.INC í London, hafa sett á markað tvö ný nagla­lökk í sum­ar­leg­um lit­um. Ann­ar er djúpgul­ur og ber nafnið „La Dolce Vel­veeta“, og hinn er skærrauður og heit­ir „Fin­ger Food“. Lökk­in eru fá­an­leg á síðu Nails.INC, eru bæði veg­an og rús­ín­an í pylsu­end­an­um er að þau lykta bæði eins og ost­ur – eða rétt eins og snakkið sjálft smakk­ast. Áhuga­sam­ir ostanagg­ar geta skoðað nán­ar HÉR.

mbl.is/​Vel­veeta X Nails.INC
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert