Ódýr og einföld lausn til að minnka óreiðuna í eldhúsinu, er að hengja upp áhöldin.
mbl.is/Ferm Living
Það er auðveldara en við höldum að flíkka upp á eldhúsrýmið okkar – og oftar en ekki þurfa hlutirnir ekki að kosta okkur budduna.
- Málaðu veggina – það gefur frísklegt og fallegt útlit að sletta málningu á vegginn. Og ef þú þorir, þá skaltu velja fallegan lit á veggina og stíga aðeins út fyrir ramman. Nú eða veggfóður ef því er að skipta.
- Skipulagslausnir eru ómissandi til að minnka allt „drasl“ í eldhúsinu. Hengdu upp stöng fyrir áhöldin þín eða litlar hillur fyrir kaffibollana, það getur komið stórvel út.
- Notaðu efri skápana eða bakrými (ef þú býrð svo vel), undir allt óþarfa dót sem annars flæðir um allan eldhúsbekkinn. Við þurfum á vinnuplássinu að halda.
- Settu nýjar flísar á vegginn eða málaðu þær í öðrum lit. Það breytir stemningunni til muna.
- Skiptu um borðplötu eða jafnvel blöndunartæki – og eldhúsið mun gjörbreytast fyrir vikið.
- Nýjar höldur á skápa og skúffur eru næstum því ómissandi ef þú vilt fá breytingu í eldhúsið. Það ætti ekki að kosta mikið og er auðvelt í framkvæmd.