Breyttu gömlum bílskúr á Íslandsbryggju

Skúrinn er staðsettur við höfuðstöðvar Vipp.
Skúrinn er staðsettur við höfuðstöðvar Vipp. mbl.is/Vipp

Nú á dögunum opnaði Vipp nýtt rými við höfuðstöðvar sínar sem er hreint út sagt stórkostlegt – en hér sjáum við gamlan bílskúr sem hefur verið breytt í glæsilegt samkomurými.

Bílskúr frá miðri síðustu öld hefur verið breytt í menningarhús sem á engan sinn líkan. Vipp Garage er staðsett á Íslandsbryggju. Í næsta húsi eru höfuðstöðvar fyrirtækisins staðsettar sem og eitt af hótelrýmum Vipp sem kallast Vipp Loft. Skúrinn er nýjasta rýmið sem Vipp opnar, og það er eins glæsilegt og annað sem þeir senda frá sér. Síðastliðið haust opnuðu þeir svokallaðan kvöldverðarklúbb, þar sem þekktir kokkar mæta og elda ofan í gesti sem þar bóka borð.

Það eru arkitektarnir Frank Maali og Gemma Lalanda sem hafa umbreytt gamla skúrnum í nýjan menningaráfangastað fyrir Vipp, þar sem hægt er að taka á móti fólki fyrir mismunandi viðburði – tónleika, fyrirlestra, myndlist, arkitektúr og kvöldverðaklúbba. Að sögn Kasper Egelund forstjóra Vipp, þá er það þeirra einlæg ósk að fyrirtækið sækist nær félagslegu rótunum hvað menningu varðar – þá með tónlist, mat og list, eða allt sem sameinar fólk á jákvæðan hátt er það hittist og á notalegar stundir saman. Og það er ekki til betri leið en að hanna og skapa umgjörðina alla leið, til að fólk fái sem mest og best út úr upplifuninni.

Vipp hefur opnað nýtt rými, sem kallast The Garage.
Vipp hefur opnað nýtt rými, sem kallast The Garage. mbl.is/Vipp

Skúrinn hýsti áður bílaverkstæði frá árinu 1950 og hafa endurbætur verið í vinnslu síðustu tvö árin. Hverfið, var áður gamalt verkamannahverfi þar sem iðnaðarbyggingar risu hvaða hæst – og það var það sem vakti innblástur arkitektanna er þeir hófust handa við breytingarnar. Niðurstaðan varð að stórkostlegri umbreytingu á gömlum skúr sem í dag markar það sem Vipp stendur fyrir – glæsileika og góða hönnun. Það eru hvorki meira né minna en 4,5 metrar upp í loft sem er múrsteinslagt, eða hylli til Holger Nielsen, manninn sem stofnaði Vipp árið 1939 i Randers og ævintýrið byrjaði. Gólfefnið er úr svörtum steinum og veggir klæddir dökkum stálplötum. Við enda rýmisins er eitt af Vipp eldhúsunum og þar fyrir aftan er glerveggur eftir endilöngu rýminu sem hleypir birtunni vel inn - þar má einnig sjá glitta í fallegan bakgarð. Rúsínan í pylsuendanum er þakveröndin sem geymir lítið gróðurhús með eldhúshönnun frá Vipp, en veröndin geymir einnig fallegan gróður ásamt setustofu og svo ekki sé minnst á fallegt útsýni yfir nærliggjandi hverfi Kaupmannahafnar.

Við þetta fimm metra breiða borð, rúmast 24 manns í …
Við þetta fimm metra breiða borð, rúmast 24 manns í sæti. mbl.is/Vipp

Það sem vekur þó mestu athygli þeirra gesta sem rata í skúrinn, er hið stórkostlega fallega og vandaða borðstofuborð. En það var innanhússhönnuðurinn Julie Cloos Mølsgaard sem með aðstoð steypumeistaranna Pettersen & Hein ásamt glerlistamannsins Alexander Kirkeby sem létu draumasmíðina að borði rætast. Hringborðið er fimm metra breitt og rúmar hvorki meira né minna en 24 í sæti, og þess má geta að stólarnir eru allir hönnun Vipp. Kasper Egelund segir jafnframt í fréttatilkynningu að arfleiðin sé alls ekki týnd, er fyrirtækið var stofnað á málmverkstæði afa hans og í dag opna þeir skúr sem geymir þá hönnun sem á rætur sínar að rekja beint til fyrstu vöru fyrirtækisins – eða ruslatunnunnar frægu sem margir þekkja svo vel.

Eldhúshönnun frá Vipp.
Eldhúshönnun frá Vipp. mbl.is/Vipp
mbl.is/Vipp
Stólar og borðbúnaður er einnig frá Vipp.
Stólar og borðbúnaður er einnig frá Vipp. mbl.is/Vipp
mbl.is/Vipp
mbl.is/Vipp
Þakveröndin er heldur ekki svo slæm á að líta.
Þakveröndin er heldur ekki svo slæm á að líta. mbl.is/Vipp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka