Það er bakarameistarinn Torben Bang hjá Cakenhagen sem deilir bestu ráðunum að vel lukkaðri köku. Það krefst æfingar að baka og skreyta eins og fagmaður – og að ná uppi rétta bragðinu. En samkvæmt Torben, þá eru þetta atriðin sem hafa skal í huga.
Hin fullkomna kaka verður að innihalda:
- Sýru - Góð sætabrauðsterta verður að geyma „súrt“ hráefni. Til dæmis úr berjum eða súrum ávöxtum, sítrónu, ananas eða passion ávöxtum.
- Súkkulaði – Sýrða efnið ætti helst að passa við súkkulaði. Sítróna og passion ávöxtur passa til dæmis vel með hvítu súkkulaði eða mjólkursúkkulaði.
- Mulningur – Bættu einhverjum mulningi saman við, eins og stökkum hnetum eða súkkulaðihúð til að ná þessari fullkomnu áferð.
- Rétt blanda – Hin fullkomna sætabrauðskaka verður að hafa rétt jafnvægi á milli einhvers sem er mjúkt og einhvers sem er hart. Kaka sem er nánast ekkert nema þeyttur rjómi verður fljótt ógirnileg á meðan önnur sem á vantar krem, verður fljótt þurr og óspennandi.