Besta leiðin til að geyma kryddjurtirnar

Ljósmynd / Getty Images

Stund­um eig­um við of mikið af kryd­d­jurt­um sem eiga það til að skemm­ast – og þá er til­valið að nota þær seinna þegar bet­ur hent­ar. Hér eru aðferðir sem þú get­ur notað til að gera sem mest út úr kryd­d­jurt­un­um þínum.

Þurrkaðu jurtirn­ar þínar
Auðveld­asta leiðin til að geyma jurtir fyr­ir vet­ur­inn er að þurrka þær. Það er hægt að gera með því að binda jurtirn­ar sam­an í lít­il búnt og hengja á dimm­um og hlýj­um stað í hús­inu. Þannig færðu bæði góðan ilm í húsið og vönd­ur­inn verður til skrauts. Mik­il­vægt er að jurtirn­ar fái ekki beint sól­ar­ljós eða þorna í ofn­in­um þar sem all­ir góðir eig­in­leik­ar glat­ast ef hit­inn fer yfir 40°. Eft­ir nokkra daga eru kryd­d­jurtirn­ar orðnar svo þurr­ar að þær geta auðveld­lega molnað á milli fingr­anna – þá er hægt að setja jurtirn­ar í krukk­ur og upp í krydd­hill­una.

Frystið kryd­d­jurtirn­ar í olíu
Einn val­kost­ur er að frysta fersk­ar kryd­d­jurtir niður í ís­mola­bakka - þá áttu alltaf til jurtir til að grípa í. Það eina sem þú þarft að gera er að skola kryd­d­jurtirn­ar létt, taka blöðin af stilkn­um og setja jurtirn­ar ofan í ís­mola­bakk­ann þannig að þær fylli u.þ.b. helm­ing­inn. Fyllið síðan upp með mildri ólífu­olíu og setjið í frysti.

Búðu til dýr­ind­is jurta­salt
Það má búa til dýr­ind­is jurta­salt úr kryd­d­jurt­um. Notið 2 dl af flögu­salti og tvær hand­fylli af kryd­d­jurt­um (án stilka). Blandið vel sam­an þar til jurtirn­ar eru fínt saxaðar en saltið er ekki al­veg orðið að dufti. Dreifið jurta­salt­inu jafnt á bök­un­ar­plötu og þurrkið í ofni við 60 gráður í 30 mín­út­ur. Þegar jurta­saltið hef­ur verið tekið úr ofn­in­um skal hræra og snúa því nokkr­um sinn­um þar til það er al­veg þurrt. 
Tips: Þú get­ur skipt út salt­inu fyr­ir syk­ur (eða sukrin fyr­ir syk­ur­laust af­brigði) og búið til ljúf­feng­an myntu­syku í eft­ir­rétti eða sett á brún­ina á kokteil­glasi. 

Gerðu til­raun­ir með pestó
Ef þú átt fullt af kryd­d­jurt­um sem bíða bara eft­ir notk­un get­urðu alltaf hent þér í að búa til ljúf­fengt ferskt pestó. Pestó er til í ótal af­brigðum og bragðast vel á brauð, í sal­atið eða á fisk­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert