Grænmetið sem er óþarfi að afhýða

Við megum vel borða hýðið af ákveðnu grænmeti.
Við megum vel borða hýðið af ákveðnu grænmeti. mbl.is/

Sum­ir vilja meina að það eigi að skræla allt græn­meti, en svo er ekki raun­in – því þetta hér þarftu ekki að skræla. Hafa ber þó í huga að það er alltaf nauðsyn­legt að skola allt græn­meti og ávexti und­ir köldu vatni áður en við leggj­um okk­ur það til munns.

Epli: Ef þú not­ar epli í bakst­ur­inn þá er al­gjör óþarfi að skræla þau. Stökki ávöxt­ur­inn er full­ur af C-víta­míni og það sér­stak­lega í hýðinu.

Gul­ræt­ur: Eru góðar í safa­rík­ar kök­ur, bakaðar í ofni eða bara beint upp úr pok­an­um. Gul­ræt­ur inni­halda efnið pó­lý­a­setý­len sem vitað er að hef­ur drep­andi áhrif á sveppi, eins eru þær bakt­eríu­drep­andi og geta haft bólgu­eyðandi áhrif.

Kart­öfl­ur: Fólín­sýra, trefjar og járn er á meðal þess sem finna má í kart­öflu­hýðinu og al­gjör óþarfi að sleppa.

Ag­úrka: Ekki skræla gúrk­una því í hýðinu færðu magnesí­um, kalk, fos­fór ásamt A- og K- víta­mín­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert