Sendir uppáhalds kökuna sína með einkaþotu

AFP

Til er sú kaka sem stór­leik­ar­an­um Tom Cruise þykir svo góð að hann send­ir hana til vina sinna um heim all­an þegar svo ber við.

Um er að ræða for­láta kó­kos­köku með hvítu súkkulaði og sam­kvæmt áreiðan­leg­um heim­ild­um mat­ar­vefs­ins er ást hans á kök­unni svo mik­il að í aðdrag­anda jóla pant­ar hann fleiri hundruð ein­tök og læt­ur senda til vina og vanda­manna. Sag­an seg­ir að hann hafi sent einkaþotu með nokkr­ar kök­ur til vina sem stadd­ir voru er­lend­is.

Kak­an fæst hjá Do­an’s Bakery í Wood­land Hills, Kali­forn­íu og eins og þið getið ímyndað ykk­ur er vina­listi Cruise ekki ama­leg­ur. Þannig hafa stór­stjörn­ur á borð við Jimmy Fallon, Ang­elu Bas­sett, John Hamm og Kir­sten Dunst öll fengið senda köku heim en Dunst sagði eitt sinn í viðtali að þetta væri besta kaka sem hún hefði smakkað. 

Kak­an leit fyrst dags­ins ljós í baka­rí­inu árið 1984 og hef­ur verið vin­sæl síðan þá. Tom Cruise lýs­ir kök­unni sem kó­kos­hnetu­köku með klump­um af hvítu súkkulaði, þakið lagi af rjóma­osti og fjalli af röspuðum kó­kos­flög­um sem hljóm­ar alls ekki svo illa ef þið spyrjið okk­ur.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert