Þetta vissir þú ekki um hunang

Hunang er hreinasta sælgæti!
Hunang er hreinasta sælgæti! mbl.is/foodmatters.com

Hun­ang er dá­semd­ar mat­væli sem má not­ast við í marg­ar upp­skrift­ir, en það býr yfir litl­um leynd­ar­dóm­um sem við deil­um með ykk­ur hér.

Ef það væri ekki fyr­ir bý­flug­urn­ar, þá vær­um við ekki að upp­skera eins mikið af ávöxt­um, né gæt­um notið allra fal­legu blómanna sem auðga augað og um­hverfið yfir sum­arið. Hun­ang er eitt af því sem bý­flug­urn­ar gefa okk­ur og hafa bý­flugna­bú verið rak­in fimmþúsund ár aft­ur í tím­ann til Egypta. Hun­ang er fá­an­legt í föstu, mjúku og fljót­andi formi og fer þétt­leik­inn eft­ir blóm­un­um sem flug­urn­ar sækja í. Flest hun­ang sam­an­standa af blöndu af repju­fræj­um, bróm­berj­um, hvítsmára og per­um. Og það ótrú­lega er, að bý­flug­ur fljúga um 30 þúsund kíló­metra á lítra af hun­angi – og það er sturluð staðreynd.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert