Þetta vissir þú ekki um hunang

Hunang er hreinasta sælgæti!
Hunang er hreinasta sælgæti! mbl.is/foodmatters.com

Hunang er dásemdar matvæli sem má notast við í margar uppskriftir, en það býr yfir litlum leyndardómum sem við deilum með ykkur hér.

Ef það væri ekki fyrir býflugurnar, þá værum við ekki að uppskera eins mikið af ávöxtum, né gætum notið allra fallegu blómanna sem auðga augað og umhverfið yfir sumarið. Hunang er eitt af því sem býflugurnar gefa okkur og hafa býflugnabú verið rakin fimmþúsund ár aftur í tímann til Egypta. Hunang er fáanlegt í föstu, mjúku og fljótandi formi og fer þéttleikinn eftir blómunum sem flugurnar sækja í. Flest hunang samanstanda af blöndu af repjufræjum, brómberjum, hvítsmára og perum. Og það ótrúlega er, að býflugur fljúga um 30 þúsund kílómetra á lítra af hunangi – og það er sturluð staðreynd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka