Djúskaffi er nýjasta æðið á TikTok

Nýjasta æðið á TikTok er að blanda saman espresso og …
Nýjasta æðið á TikTok er að blanda saman espresso og appelsínudjús. mbl.is/Allison Arnold

Hér fær­um við ykk­ur nýj­asta æðið sem er að tröllríða á TikT­ok þessa dag­ana. 

Það er bæði áhuga­vert og skemmti­legt að fylgj­ast með hvernig einn sam­fé­lags­miðill get­ur fleytt af stað nýj­um trend­um í mat og drykk. En það allra nýj­asta er að drekka kaffi og app­el­sínu­djús úr einu og sama glas­inu sem má gjarn­an vera stórt vínglas til að fá glamúr­inn á borðið. 

Espresso í bland við app­el­sínu­djús og nóg af klök­um virðist vera drykk­ur­inn þessa dag­ana. En sæt­an í djúsn­um er að mæta ramma bragðinu í espresso­inu. Sum­ir bæta við skvettu af sóda­vatni til að fá drykk­inn til að freyða ör­lítið meira sem er kannski þess virði að prófa sig áfram með. Þið megið merkja okk­ur á mynd­um á In­sta­gram ef þið leggið í að prófa drykk­inn. 

mbl.is/​All­i­son Arnold
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert