Fyrir og eftir – baðherbergi fær nýtt líf

Það þarf oft ekki mikið til að gjörbreyta rýminu.
Það þarf oft ekki mikið til að gjörbreyta rýminu. Mbl.is/©Louise Bonde

Við elskum að sjá fyrir og eftir myndir af öllum þeim mögulegu rýmum sem finnast á heimilinu – enda veitir það eintóman innblástur og hvatningu fyrir okkur hin til að girða okkur í brók og hefjast handa.

Hún heitir Louise Bonde og stendur fyrir síðunni @fra1763_til6100 á Instagram. Þar sýnir hún 40 ára gamalt gestabaðherbergi sem hefur tekið verulegum stakkaskiptum í gömlu húsi. Og til þess að halda í við kostnaðinn, þá ákvað hún að rótera ekki mikið í staðsetningu á salerni og öðrum blöndunartækjum – heldur vinna með það sem hún hafði í höndunum. Gamli vaskaskápurinn er til að mynda málaður og klæddur rimlum til að fá nýtt útlit og sparslað var yfir flísar sem síðan voru málaðar. Og útkoman er glæsileg eins og sjá má á meðfylgjandi myndum – því það þarf oft ekki mikið til.

Mbl.is/©Louise Bonde
Mbl.is/©Louise Bonde
Mbl.is/©Louise Bonde
Mbl.is/©Louise Bonde
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka