Heimagert salsa sem fullkomnar allt

Girnilegur tex mex platti að hætti matarmanna.
Girnilegur tex mex platti að hætti matarmanna. mbl.is/Instagram_Matarmenn

Þegar Mat­ar­menn eru ann­ar­s­veg­ar, þá verður eng­inn svik­inn af rétt­um dags­ins. Hér bjóða þeir upp á heima­gert salsa sem full­komn­ar tex mex platt­ann eða sem meðlæti á gott snittu­brauð. 

Heimagert salsa sem fullkomnar allt

Vista Prenta

Tex Mex platti að hætti Mat­ar­manna

  • 1 pakki kirsu­berjatóm­at­ar
  • 2 stk. chili
  • 1 stk. jalapeno
  • 6 stk. hvít­lauks­geir­ar
  • 1 stk. lauk­ur
  • 1 stk. paprika
  • Lime safi
  • Kórí­and­er
  • Salt

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn á 240 gráður á blæstri – má líka brenna á pönnu
  2. Skerið græn­metið gróf­lega en ekki of smátt. Raðið jafnt á bök­un­ar­plötu og ristið þar til græn­metið byrj­ar aðeins að fá svart­an lit. Takið græn­metið sem er nægi­lega ristað úr ofn­in­um og haldið áfram þar til allt er komið með smá svart­an lit. Setjið þá allt í bland­ara og maukið – smakkið til með salti, kórí­and­er og lime.
  3. Berið fram með tortilla kök­um og snakki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert