Hunangstrufflu-BBQ-snakk í boði Nicki Minaj

Söngkonan Nicki Minaj með nýja bragðtegund í snakki.
Söngkonan Nicki Minaj með nýja bragðtegund í snakki.

Söngdív­an Nicki Minaj kann gott snakk að meta – en hún er að setja sína eig­in bragðteg­und á markað í sam­starfi við snakk­fram­leiðand­ann Rap Snacks.

Nýja bragðteg­und­in kall­ast „The Barbie-Que Ho­ney Truffle Potato Chips“, og er vís­un í gælu­nafn sem aðdáa­end­ur söng­kon­unn­ar hafa gefið henni „Barbie“.

Rap Snacks seg­ir þetta vera upp­haf að goðsagna­kenndu sam­starfi sem kynnt var á menn­ing­ar­hátíðinni ESSENCE í byrj­un júlí­mánaðar og stóð yfir í fjóra daga – og hátt í 500 þúsund manns sóttu heim.

Þetta er þó ekki fyrsta sam­starfið sem Rap Snacks ger­ir við stór­stjörn­ur, því fram­leiðand­inn hef­ur einnig starfað með Rick Ross, Migos og Lil Baby, með úr­val af mat og drykkj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert