Veisluborðið hjá Sjöfn Þórðar toppaði flest

Drekkhlaðið veisluborð af sælkeramat í afmælisfögnuði Sjafnar nú á dögunum.
Drekkhlaðið veisluborð af sælkeramat í afmælisfögnuði Sjafnar nú á dögunum. mbl.is/Mynd aðsend

Mikið var um dýrðir og  annað eins veisluborð hefur aldrei sést þegar Sjöfn Þórðar fjölmiðlakona og verkefnastjóri hélt upp á 50 ára afmælið sitt um helgina. Sjöfn er sjálf mikill matgæðingur og elskar að halda veislur þar sem sælkeramatur og gleðin er við völd sem svo sannarlega var í afmælisfögnuði hennar sem haldinn var með pomp og prakt.

Stórafmælið haldið í leyndardómsfullum sal, listgallerí og vinnustofu Sigurðar Sævars Magnúsarsonar myndlistarmanns, við Barónsstíg 11 a & b - sem áður hýsti veitingahúsið Argentínu steikhús. Aðkoman var hin glæsilegasta og tekið var á móti veislugestum með kampavíni frá Piper Heidsieck sem Stefán Einar Stefánsson formaður Kampavínfjélagsins flytur inn og Nowack kampavín sem vinkona Sjafnar, Arna G. Einarsdóttir flytur inn. Bæði kampavínin njóta mikillar hylli víðs vegar um heiminn og eru vínekrunar og vínhúsin í kampavínshéruðum Frakklands. Boðið var upp á fleiri ljúffenga drykki, meðal annars Jardii crabba vín sem er nýtt hér á landi og kemur frá Serbíu, og er eðal rauðvín.

Sjöfn Þórðar glæsileg á afmælisdaginn. Hér með eiginmanni sínum Lárusi …
Sjöfn Þórðar glæsileg á afmælisdaginn. Hér með eiginmanni sínum Lárusi Lárussyni og börnunum Aroni Frey, Elínu Helgu og Gylfa tengdasyni. mbl.is/Mynd aðsend

Rómverskt allsnægtarborð með frönsku ívafi
Veisluborðið vakti mikla athygli gesta enda hefur annað eins veisluborð ekki sést og gaman er að geta þess að eiginmaður Sjafnar, Lárus B. Lárusson smíðaði borðið fyrir veisluna. Hér var á ferðinni ævintýralegt rómverskt allsnægtarborð með frönsku og ítölsku ívafi þar sem íslenskt hágæða hráefni var í hávegum haft. Veislugestir gátu búið til sína uppáhalds ostapinna, blinis, bruchettu úr Foccia brauði og valið allt milli himins og jarðar sem hægt er að bera fram þegar sælkerasmárétta hlaðborð er sett saman. Ávextir, ljúffengar eldpiparsultur, döðlusultur, hnetukurl og pestó frá pesto.is var á boðstólnum sem og hið vinsæla frækex og lúpínuhrökkbrauð frá Matarbúri Kaju – en það þjónaði aðalhlutverki með osta,- og kjötveislunni þar sem Sjöfn lagði áherslu á að vera með lífrænt hágæða hráefni í forgrunni sem bæði gleður auga og munn. Síðan var að sjálfsögðu boðið upp á Lemon Club samlokuna sem Sjöfn þróaði og setti saman í samstarfi við Lemon teymið. Heimagert nautatacos sló einnig í gegn ásamt fleiri sælkerasmáréttum sem skreyttu borðið.

mbl.is/Mynd aðsend

Draumaveisluborðið varð að veruleika
Heiðurinn af þessu ævintýralega allsgnægtarborði á Svava B. Sigurjónsdóttir matgæðingur, ástríðukokkur og góð vinkona Sjafnar. En Svava sá um að verkstýra þessu dásamlega verkefni, að koma upp þessu ævintýralega sælkerahlaðborði sem sló í gegn. „Uppskriftina af nautatacosinu og allar sósurnar sem boðið var upp á bæði með tacosinu sem og blinisinu og ásamt öðrum kræsingum á Svava vinkona. Hún er þekkt fyrir sín sælkeraborð og þegar hún heldur matarveislu standa gestirnir ávallt á gati enda stórfengleg veisluborð sem hún býður upp á. Auk þess sem hún hefur svo gott auga fyrir skreytingum og er mikill fagurkeri,“ segir Sjöfn sem er vinkonu sinni afar þakklát fyrir að gera draumaveisluborðið að veruleika.

Svava sá um að koma kræsingum upp og sá um allar skreytingarnar í samráði við afmælisbarnið. Keramikið frá Rögnu Ingimundardóttur leirlistakonu vinkonu Sjafnar var í forgrunni ásamt handverks viðarbrettum frá Kristinsson og fleirum.  En Sjöfn er iðin við að nýta íslensku handverkin á veisluborð sín og veit fátt skemmtilegra en að flagga fallegum hlutum. Kræsingunum var stillt upp á fallegum keramikbökkum og skálum, ásamt viðarbrettum og skálum. Keramik kertastjakarnir settu síðan punktinn yfir i-ið á hinu ævintýralega borði. Náttúran sá um að látið lífið flæða, blóm og greinar úr garðinum heima, blóm úr Blómagalleríinu við Hagamel og gerviblóm frá Confetti Sister.

Lemon Club samlokan hennar Sjafnar
Lemon Club samlokan hennar Sjafnar mbl.is/Mynd aðsend

Skemmtiatriðin slógu í gegn
Til að tryggja að enginn færi svangur út bauð gestgjafinn jafnframt upp á grillaða Búlluborgara í portinu sem einnig vöktu mikla lukku. Boðið var upp á tónlistarveislu þar sem Eyfi og Stebbi Hilmars fóru á kostum og þakið hreinlega lyftist - tónarnir og gleðin ómaði. Bryndís Ásmundsdóttir sáum veislustjórnina með glæsibrag og tryllti gestina með mögnuðu Tinu Turner showi.

mbl.is/Mynd aðsend

„Ég átti hinn fullkomna afmælisdag þar sem ég fagnaði 50 árunum og 28 ára brúðkaupsafmæli okkar hjóna með vinum og vandamönnum með smá afmælisfögnuði í mínum anda, enda matgæðingur og elska að bjóða til matarveislu þar sem gleðin er í fyrirrúmi. Þar var boðið upp á ævintýralegt sælkeraborð með rómversku ívafi og skálað var í kampavíni enda stór tímamót að fagna. Tónlistarveisla og gleði ómaði langt fram á kvöld. Svo þakklát, meyr og hrærð fyrir ykkur sem gátuð fagnað með mér, það er mér ómetanlega dýrmæt gjöf og ég hefði svo sannarlega viljað hafa ykkur öll. Elsku fjölskyldan mín, eiginmaðurinn minn, börnin og tengdabörnin sáu um að gera þennan afmælisfögnuð að veruleika ásamt góðri vinkonu minni, Svövu sem átti heiðurinn á drauma veisluborðinu mínu. Svo er ég líka svo heppin að eiga góð systkini og vini sem aðstoðuðu mig við þetta allt. Yndislegt að fá að njóta með öllum sínum uppáhalds og fagna einu ári til viðbótar, það ber að þakka,“ segir Sjöfn að lokum.

mbl.is/Mynd aðsend
Eyfi, Friðrik Karls og Stebbi Hilmars, en Stebbi og Eyfi …
Eyfi, Friðrik Karls og Stebbi Hilmars, en Stebbi og Eyfi tóku nokkur lög við góðar undirtektir gesta. mbl.is/Mynd aðsend
Karen Jónsdóttir eða Kaja eins og við þekkjum hana með …
Karen Jónsdóttir eða Kaja eins og við þekkjum hana með afmælisbarninu. mbl.is/Mynd aðsend
Veislustjórinn var Bryndís Ásmunds og hér saman með Eyfa.
Veislustjórinn var Bryndís Ásmunds og hér saman með Eyfa. mbl.is/Mynd aðsend
Dóra Guðmundsdóttir, Ragnheiður Melsteð og Fjóla G. Friðriksdóttir.
Dóra Guðmundsdóttir, Ragnheiður Melsteð og Fjóla G. Friðriksdóttir. mbl.is/Mynd aðsend
Marentza Poulsen og Dóra Guðmundsdóttir.
Marentza Poulsen og Dóra Guðmundsdóttir. mbl.is/Mynd aðsend
Kristín Edwald, Sigríður Hjaltested, Sólveig Pétursdóttir og Jóna Björk Helgadóttir.
Kristín Edwald, Sigríður Hjaltested, Sólveig Pétursdóttir og Jóna Björk Helgadóttir. mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
Sætu bitarnir.
Sætu bitarnir. mbl.is/Mynd aðsend
Vinirnir, Jóhanna Gustavsdóttir, Jóhann Ómarsson, Svava B. Sigurjónsdóttir sem jafnframt …
Vinirnir, Jóhanna Gustavsdóttir, Jóhann Ómarsson, Svava B. Sigurjónsdóttir sem jafnframt skreytti borðið, Vilhjálmur Vilhjálmsson og Guðmundur Gunnarsson. mbl.is/Mynd aðsend
Þórður Rafn og Aron Freyr, sonur Sjafnar.
Þórður Rafn og Aron Freyr, sonur Sjafnar. mbl.is/Mynd aðsend
Það vantaði ekkert upp á drykkjarföng - kampavín og nóg …
Það vantaði ekkert upp á drykkjarföng - kampavín og nóg af því. mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
Sigmundur Ernir Rúnarsson, Stefán Einar Stefánsson og Sigurður Sævar Magnúsarson.
Sigmundur Ernir Rúnarsson, Stefán Einar Stefánsson og Sigurður Sævar Magnúsarson. mbl.is/Mynd aðsend
Reyktur lax, kavíar, risarækjur á blinis
Reyktur lax, kavíar, risarækjur á blinis mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
Arna Arnardóttir, Berglind Guðmunds matarbloggari og Júlía.
Arna Arnardóttir, Berglind Guðmunds matarbloggari og Júlía. mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
Svava B. Sigurjónsdóttir vinkona Sjafnar sá um að töfra fram …
Svava B. Sigurjónsdóttir vinkona Sjafnar sá um að töfra fram þetta ævintýraleg borð sem er engu líkt. mbl.is/Mynd aðsend
Inga Reynis, Jóna Björk Helgadóttir og Kristín Stefánsdóttir.
Inga Reynis, Jóna Björk Helgadóttir og Kristín Stefánsdóttir. mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka