Edda Karólína hannar nýjustu kassa Flateyjar

Nýjir pítsakassar hafa litið dagsins ljós hjá Flatey.
Nýjir pítsakassar hafa litið dagsins ljós hjá Flatey. Mbl.is/Flatey Pizza

Við erum form­lega yfir okk­ur hrif­in af nýju pítsu­köss­un­um hjá Flat­ey Pizza – en þeir eru án efa eins mesta snilld sem sést hef­ur lengi.

Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að Flat­ey pítsa sé lista­verk og það geti pít­sa­kassi einnig verið. Settu for­svars­menn Flat­eyj­ar sig í sam­band við upp­renn­andi lista­menn sem munu nota kass­ana sem einskon­ar striga til að varpa hug­mynd­um sín­um og list­sköp­un niður á „blað“. Það er Edda Karólína sem ríður á vaðið, en hún er mál­ari, listamaður og at­hafna­kona með meiru. Edda Karólína rek­ur lista­rýmið FÚSK Gufu­nes ásamt fleiri Fúsk­ur­um og er kass­inn hinn glæsi­leg­asti á að líta. Það er gam­an að sjá fyr­ir­tæki sem Flat­ey, stíga út fyr­ir ramm­ann og prófa nýj­ar leiðir – því nú mun bæði pít­sa­kass­inn og inni­haldið gleðja meira en marga grun­ar.

Mbl.is/​Flat­ey Pizza
Edda Karólína er listamaður út í fingurgóma.
Edda Karólína er listamaður út í fing­ur­góma. Mbl.is/​Flat­ey Pizza
Mbl.is/​Flat­ey Pizza
Mbl.is/​Flat­ey Pizza
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert