Búrskápar verða sífellt vinsælli

Matbúr eru frábær framlenging á eldhúsið ef plássið býður upp …
Matbúr eru frábær framlenging á eldhúsið ef plássið býður upp á slíkt . Mbl.is/Kop og kande

Síðustu miss­eri hafa mat­búr verið sí­vin­sælli í eld­hús­um – en þau losa þig und­an mat­vöru sem og tækj­um og tól­um sem ann­ars taka of mikið pláss í skáp­un­um. Hér eru bestu ráðin þegar við skipu­leggj­um búrið til að hafa allt upp á tíu, því þannig rúll­um við hér á mat­ar­vefn­um er kem­ur að mat og skipu­lagi.

Forðastu sól
Mat­búr ættu að vera svöl til að mat­ur­inn end­ist leng­ur, þá helst með hita­stig á bil­inu 5-10 gráður. Því er mik­il­vægt að her­bergið sé ekki með út­vegg sem snýr í suður sem sól­in hit­ar á dag­inn, né glugga sem sól­in nær að teygja sig í gegn­um.

Kjall­ari
Kjall­ar­ar eru fyr­ir­taks aðstaða fyr­ir mat­búr – þar sem nátt­úru­leg­ur svali leik­ur um rýmið. Eins væri ráð að út­búa pláss út frá þvotta­hús­inu ef aðstaða leyf­ir til.

Haltu hit­an­um úti
Ef búrið ligg­ur út frá eld­hús­inu, þá er gott að vera með ein­angraða hurð og vegg, til að hiti kom­ist ekki í gegn og hækki þar með hitt­ann í þvotta­hús­inu. Að sama skapi þarf að huga að góðri loftræst­ingu í mat­búr­um til að ekki mynd­ist mygla eða vond lykt.

Hill­ur og fleiri hill­ur
Mat­búr eru hugsuð sem geymslu­rými og því er mik­il­vægt að vera með nóg af hill­um frá gólfi til lofts til að rúma sem mest. Þannig verður auðveld­ara að raða í hill­urn­ar og búa til gott skipu­lag sem aldrei fyrr. Og ekki skemm­ir fyr­ir að festa kaup í gegn­sæj­um ílát­um sem sýna það sem í boði er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert