Nestisboxin sem slegist er um

Þið sem eigið krakka á sam­fé­lags­miðlaaldri vitið að Hydro Flask er það allra sval­asta sem hægt er að eign­ast og nú er svo komið að Hydro Flast nest­is­box­in eru bók­staf­lega að setja allt á hliðina.

Við erum að tala um fín­asta box með tvö­faldri ein­angr­un og allt hvað eina. Mat­ur­inn ætti að hald­ast fersk­ur all­an dag­inn og við viður­kenn­um fús­lega að boxið eða task­an lít­ur vel út.

Það var svo eng­in önn­ur en Jenni­fer Garner sem birti þetta mynd­band á dög­un­um en þar má sjá hana setja sam­an nesti í slíka flösku og ljóst er að Garner legg­ur mik­inn metnað í verkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert