Lottómiðinn sem breytti lífinu

Bjarki Hilmarsson, yfirkokkur á Hótel Geysi - færir okkur uppskrift …
Bjarki Hilmarsson, yfirkokkur á Hótel Geysi - færir okkur uppskrift af einum vinsælasta rétti staðarins. mbl.is/Hótel Geysir

Það er rétt­ur sem vík­ur ekki af mat­seðli veit­ingastaðar­ins á Hót­el Geysi í Hauka­dal, og það er bleikj­an. Vin­sæld­ir rétt­ar­ins eru ómæld­ar og ekki að ástæðulausu – því yfir­kokk­ur staðar­ins, Bjarki Hilm­arson, á heiður­inn að diskn­um sem einnig á sér skemmti­lega sögu.

Þeir sem hafa bitið í matseld Bjarka vita að þar verður eng­inn svik­inn – enda er Bjarki einn af okk­ar fremstu mat­reiðslu­mönn­um. Við náðum tali af Bjarka sem sagði okk­ur sög­una á bak við bleikj­una góðu. „Fyr­ir rúm­um þrjá­tíu árum síðan var ég bú­sett­ur í Frakklandi, er sam­starfsmaður minn var svo hepp­inn að vinna ferð til Tahítí í lottói. Þegar hann kom til baka sagði hann mér frá lausu starfi hjá mat­reiðslu­manni þar á eyj­unni og ég ákvað að færa mig yfir í nokkra mánuði. Þar lærði ég að mat­reiða þenn­an þjóðarrétt Tahítí búa, sem venju­lega er mat­reidd­ur með tún­fisk – en þar sem erfitt var að fá fersk­an tún­fisk hér heima á sín­um tíma, þá út­færði ég rétt­inn með bleikju sem einnig er af­bragðsgóð,“ seg­ir Bjarki um rétt­inn.

Lottómiðinn sem breytti lífinu

Vista Prenta

Bleikj­an hans Bjarka á Geysi

  • 400 g bleikja
  • 1 lauk­ur
  • 1-2 tóm­at­ar
  • Hálf ag­úrka
  • 1 dl kó­kos­mjólk
  • ½ msk. salt
  • 3 lime

Aðferð:

  1. Skerið bleikj­una í ten­inga.
  2. Saxið lauk­inn smátt og tóm­at­ana í bita.
  3. Skrælið ag­úrk­una og skerið langs­um.
  4. Kreistið lime saf­ann yfir og blandið öllu sam­an. Smakkið til með salti og lime.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert