Saltbaukurinn sem er ómissandi í eldhúsið

Saltbaukurinn frá Emile Henry, heldur saltinu þínu lengi og vel …
Saltbaukurinn frá Emile Henry, heldur saltinu þínu lengi og vel án þess að enda í klumpum. mbl.is/Emile Henry

Hvern hefði grunað að salt­bauk­ur gæti haft áhrif á mann við eld­hús­störf­in – ef­laust eng­an, fyrr en við prófuðum þenn­an hér.

Salt­bauk­ur er ekki bara salt­bauk­ur – og þar eru orð að sönnu. Salt­bauk­arn­ir frá Emile Henry eru ekki bara skemmti­leg­ir ásjónu, því þeir eru hand­hæg­ir og þægi­leg­ir þegar grípa á í dass af salti. Kera­mík bauk­arn­ir eru óglerjaðir að inn­an sem kem­ur í veg fyr­ir að t.d. sjáv­ar­salt verði að ein­um hörðum klumpi. Þar fyr­ir utan eru bauk­arn­ir til í ótal lit­um sem setja stemn­ing­una á borðið. Salt­bauk­arn­ir eru frá­bær gjöf handa sæl­kera­vini og fást í versl­un­inni Kokku. 

mbl.is/​Emile Henry
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert