Nú getur þú hannað þitt eigið marmaraborð á netinu og fengið það sent heim beint að dyrum frá Toskana á Ítalíu. Hversu geggjað er það?
Fyrirtækið MarmoMarmo býður viðskiptavinum sínum að hanna sitt eigið marmaraborð stafrænt í nokkrum einföldum skrefum. Þú hannar borðið sem þig dreymir um – MarmoMarmo sér um að framleiða það í hjarta Toskana og að lokum færðu það sent heim til þín. Einfaldara gæti það ekki verið.
Á bak við fyrirtækið standa Carl-Emil von Arenstorff, Morten Stevn og Cathrine de Lichtenberg – sem segja MarmoMarmo bjóða viðskiptavinum sínum upp á nútíma tækni í hönnun og klassískt handverk. Framleiðslan fer fram í litlum bæ, Pietrasanta, við rætur marmarafjallanna í Carrara, sem hefur í mörg hundruð ár verið heimili ítalskrar marmaraframleiðslu. MarmoMarmo leggja mikið upp úr að sklia framleiðslunni af sér með minnstu loftslagssporum, með því að vera með milliliðalausa sölu og flutninga með sem minnstu CO2 losun. Þeir sem vilja kynna sér borðin nánar, geta skoðað heimasíðuna HÉR.