Hækkar verðið í fyrsta sinn í 14 ár

mbl.is/Colourbox

Skyndibitakeðjan McDonald’s hefur hækkað verðið á ostborgaranum eftir að hafa haldið sama verðinu í ein 14 ár.

Fyrirtækið hefur nefnt verðbólguna sem ástæðu fyrir hækkuninni, en það er ekki bara ostborgarinn sem mun hækka á matseðli. Þeir hafa einnig tilkynnt að morgunverðirnir muni hækka sem og naggar og McFlurry – á meðan annað verð muni haldast óbreytt á matseðli. Ostborgarinn vinsæli sem hefur kostað til þessa 1 pund í Bretlandi eða um 166 krónur – mun þá kosta rúmar 190 krónur íslenskar eftir hækkun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka