Kjúklingaréttur að hætti meistarakokksins

Ljósmynd/Jamie Oliver

Það er enginn annar en Jamie Oliver sem á heiðurinn að þessu girnilega kjúklingasalati sem engan svíkur. Hér um ræðir salat sem gleður ekki bara bragðlaukana, heldur líka augað og það kunnum við vel að meta.

Kjúklinga satay-salat að hætti nakta kokksins

  • 1 x 220 g dós af ananashringjum í safa
  • 200 g hrísgrjónanúðlur
  • 320 g frosið grænmeti
  • 1 hvítlauksgeiri
  • 1 ferskur rauður chilli
  • 2 lime
  • 2 msk. teriyaki sósa
  • 2 msk. hnetusmjör
  • 4 kjúklingalæri
  • 1 búnt af fersku kóríander
  • 1 búnt af ferskri myntu
  • 1 tsk. sesamolía
  • 2 tsk. sesamfræ

Aðferð:

  1. Hitaðu pönnu á meðalhita.
  2. Taktu ananashringina úr dósinni og geymdu safann.
  3. Setjið hrísgrjónanúðlurnar í stóra hitaþolna skál, setjið grænmetið saman við og hellið sjóðandi vatni yfir. Látið standa í 5 mínútur og hellið síðan vatninu frá.
  4. Afhýðið og rífið 1 hvítlauksrif, ½ rauðan chilli (fræ ef vill) og börkinn af 2 lime í skál. Bætið við 2 matskeiðum af teriyaki sósu, 2 matskeiðum af hnetusmjöri og ananassafa og kreistið síðan yfir safann úr limeunum. Blandið öllu vel saman.
  5. Setjið ananashringina á pönnu þar til þeir eru gylltir og takið svo til hliðar.
  6. Setjið þriðjung af hnetusósunni yfir 4 kjúklingalæri og nuddið vel. Steikið lærin í 4 mínútur á hvorri hlið, eða þar til dökk og elduð í gegn.
  7. Saxið ananashringina gróflega og setjið á fat. Skerið ferskan kóríander (30g) fínt, ásamt myntunni í sneiðar og bætið svo á fatið, geymið smá handfylli til skreytingar. Bætið grænmetinu og núðlunum saman við og blandið öllu saman.
  8. Skerið kjúklinginn í 1 cm þykkar sneiðar, dreypið 1 tsk. af sesamolíu og 2 tsk. af sesamfræjum yfir, kryddið og blandið vel saman.
  9. Bætið kjúklingnum saman við núðlurnar, dreifið kryddjurtunum yfir og ásamt smátt skornum ferskum rauðum chilli.
Við elskum góð kjúklingasalöt og þetta hér er geggjað!
Við elskum góð kjúklingasalöt og þetta hér er geggjað! mbl.is/Jamie Oliver
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert