Steikingaraðferðin sem gerir beikonið extra stökkt

Beikon er geggjað gott!
Beikon er geggjað gott! Ljósmynd/Cravings by Chrissy Teigen

Er þetta snargal­in aðferð til að steikja bei­kon eða er þetta garg­andi snilld? Það verður hver og einn að meta, en að mati kokks­ins er þetta eina leiðin til að fá bei­konið full­kom­lega stökkt.

Bei­kon hef­ur nokkr­um sinn­um komið fram á var­irn­ar hér hjá okk­ur á mat­ar­vefn­um og það ekki að ástæðulausu – enda stór­kost­lega gott. Bei­kon má út­færa á marga vegu í eld­hús­inu, en til þess að það fái hina full­komnu áferð held­ur kokk­ur­inn Roice Bet­hel því fram að við eig­um að steikja það upp úr vatni. Kokk­ur­inn birti mynd­skeið á TikT­ok, þar sem hann fer ít­ar­lega yfir hvernig best sé að steikja fitugu striml­ana okk­ar og þar set­ur hann vatn út á pönnu sem hann steik­ir bei­konið upp úr. Þannig mun kjötið ekki ofeld­ast né brenna og fit­an í bei­kon­inu verður upp á tíu. Við hér á mat­ar­vefn­um erum alltaf opin fyr­ir nýj­um hug­mynd­um og mun­um að sjálf­sögðu prófa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert