Ómótstæðileg ítölsk eggjakaka sem fullkomnar helgina

Eggjakaka er fullkomin morgunverður.
Eggjakaka er fullkomin morgunverður. mbl.is/Jamie Oliver

Góður morg­un­verður get­ur bætt og kætt marg­an mann­inn - þá sér­stak­lega um helg­ar, þegar við vilj­um gera vel við okk­ur. Hér er upp­skrift að ekta ít­alskri eggja­köku sem full­komn­ar dag­inn.

Ómótstæðileg ítölsk eggjakaka sem fullkomnar helgina

Vista Prenta

Morg­un­verður­inn sem bæt­ir dag­inn til muna

  • Ólífu­olía
  • 4 stór egg
  • 6 cherry tóm­at­ar
  • 1/​4 x 125 g mozzar­ella kúla
  • 1-2 fersk­ar basil stang­ir

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn á 200°C. 
  2. Hellig små ólífu­olíu á litla pönnu eða disk sem þolir að fara inn í ofn. Brjótið egg­in ofan í pönn­una. 
  3. Skerið tóm­at­ana til helm­inga og setjið með eggj­un­um. 
  4. Rífið mozzar­ella osti yfir og dreypið ör­lítið meira af ólífu­olíu yfir. Kryddið með sjáv­ar­salti og svört­um pip­ar. 
  5. Bakið í ofni í 7-10 mín­út­ur eða þar til hvít­urn­ar hafa bak­ast, en rauðan ekki. 
  6. Stráið fersk­um basil lauf­um yfir og berið fram með fersku brauði. 

Upp­skrift: Jamie Oli­ver

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert