Góður morgunverður getur bætt og kætt margan manninn - þá sérstaklega um helgar, þegar við viljum gera vel við okkur. Hér er uppskrift að ekta ítalskri eggjaköku sem fullkomnar daginn.
Ómótstæðileg ítölsk eggjakaka sem fullkomnar helgina
Morgunverðurinn sem bætir daginn til muna
- Ólífuolía
- 4 stór egg
- 6 cherry tómatar
- 1/4 x 125 g mozzarella kúla
- 1-2 ferskar basil stangir
Aðferð:
- Hitið ofninn á 200°C.
- Hellig små ólífuolíu á litla pönnu eða disk sem þolir að fara inn í ofn. Brjótið eggin ofan í pönnuna.
- Skerið tómatana til helminga og setjið með eggjunum.
- Rífið mozzarella osti yfir og dreypið örlítið meira af ólífuolíu yfir. Kryddið með sjávarsalti og svörtum pipar.
- Bakið í ofni í 7-10 mínútur eða þar til hvíturnar hafa bakast, en rauðan ekki.
- Stráið ferskum basil laufum yfir og berið fram með fersku brauði.
Uppskrift: Jamie Oliver